Óviðjafnanlegur demantur á uppboði

VIÐSKIPTI  | 13. nóvember | 6:37 
Einstakur bleikur 19 karata demantur verður boðinn upp í Genf í dag og er búist við að nýtt met falli á uppboðinu þar sem fastlega er gert ráð fyrir að hann verði seldur á meira en 50 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 6,2 milljarða króna.

Einstakur bleikur 19 karata demantur verður boðinn upp í Genf í dag og er búist við að nýtt met falli á uppboðinu þar sem fastlega er gert ráð fyrir að hann verði seldur á meira en 50 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 6,2 milljarða króna.

Demanturinn var í eigu Oppenheimer fjölskyldunnar sem átti og rak De Beers demantafyrirtækið. Rahul Kadakia, sem stýrir uppboðum á demöntum hjá fyrirtækinu, segir að demanturinn sé einn stórkostlegasti demantur heims.

Þættir