Verk eftir Hockney á 11,3 milljarða

VIÐSKIPTI  | 16. nóvember | 6:31 
Málverk eftir breska myndlistarmanninn David Hockney var selt á 90,3 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 11,3 milljarða króna, á uppboði í New York í gær. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir núlifandi myndlistarmann.

Málverk eftir breska myndlistarmanninn David Hockney var selt á 90,3 milljónir Bandaríkjadala, sem svarar til 11,3 milljarða króna, á uppboði í New York í gær. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir núlifandi myndlistarmann.

Málverkið Portrait of an Artist var selt eftir níu mínútna langt kapphlaup tveggja kaupenda sem bitust um verkið í gegnum síma.

Fyrra metið var frá árinu 2013 þegar verk eftir bandaríska listamanninn Jeff Koons, Balloon Dog (Orange), var selt á 58,4 milljónir dala á uppboði hjá Christie's.

Að sögn Hockney seldi gallerístjórinn hans verkið á 20 þúsund Bandaríkjadali árið 1972 og í viðtali við listamanninn á CNN segist hann alltaf hafa talið að það hafi verið undirverðlagt. Þetta hafi verið miklir peningar á þeim tíma en hálfu ári síðar var það selt aftur og þá á 50 þúsund dali. 

Fjárhæðin nú er þrisvar sinnum hærri en áður hefur fengist fyrir verk Hockney, en hann er 81 árs gamall. Fyrra metið var 28,4 milljónir dala fyrir Pacific Coast Highway Santa Monica en það var selt hjá Sotheby's í maí. Málverkið er frá árinu 1990.

 

Þættir