Gengið inn í ævintýri

FÓLKIÐ  | 16. November | 13:36 
„Mig langaði að fólk myndi ganga inn í ævintýri,“ segir Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri um sýningu Íslensku Óperunnar um Hans og Grétu sem verður frumsýnd í Norðurljósasal Hörpu um næstu helgi. Verkið er stór þáttur í jólahaldi víða í Evrópu og reynt er að undirstrika það í sviðsmyndinni.

„Mig langaði að fólk myndi ganga inn í ævintýri,“ segir Þórunn Sigþórsdóttir leikstjóri um sýningu Íslensku Óperunnar um Hans og Grétu sem verður frumsýnd í Norðurljósasal Hörpu um næstu helgi. Verkið er stór þáttur í jólahaldi víða í Evrópu og reynt er að undirstrika það í sviðsmyndinni. 

Óperuna samdi þýska tónskáldið Engelbert Humperdinck á 19. öld við klassískt ævintýri Grimms-bræðra en þó er ýmislegt í sögunum sem er ólíkt. Tónlistarstjórn er í höndum Bjarna Frímanns Bjarnasonar, tónlistarstjóra Íslensku óperunnar.

mbl.is kom við í Hörpu í vikunni þar sem verið var að æfa verkið en undirbúningur hefur staðið yfir frá því í marsmánuði og er mikill fjöldi fólks sem kemur að uppsetningunni.

Frekari upplýsingar um verkið er að finna hér.

Þættir