Nissan og Mitsubishi á niðurleið

VIÐSKIPTI  | 20. nóvember | 6:40 
Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,09% í kauphöllinni í Tókýó í dag og lækkuðu hlutabréf í Nissan um rúm 5%. Jafnframt lækkuðu hlutabréf í Mitsubishi en í gær var stjórnarformaður bílaframleiðendanna, Carlos Ghosn, handtekinn grunaður um fjármálamisferli.

Nikkei-hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,09% í kauphöllinni í Tókýó í dag og lækkuðu hlutabréf í Nissan um rúm 5%. Jafnframt lækkuðu hlutabréf í Mitsubishi en í gær var stjórnarformaður bílaframleiðendanna, Carlos Ghosn, handtekinn grunaður um fjármálamisferli.

Nissan lækkaði um 5,45% og Mitsubishi Motors um 6,84% en lækkunin var mun meiri fyrr í dag. Hlutabréf í franska bílaframleiðandanum Reunault hafa einnig lækkað í kjölfar hneykslismálsins í kringum Ghosn sem stýrði Renault-Nissan-Mitsubishi-bandalaginu.

Frétt mbl.is

Þættir