Læknirinn í eldhúsinu rekinn

FÓLKIÐ  | 19. November | 17:55 
Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, er búinn að búa til nýja seríu af matreiðsluþáttum. Það gekk þó á ýmsu við tökur á þáttunum eins og áhorfendur munu komast að.

Læknirinn í eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvarsson, er búinn að búa til nýja seríu af matreiðsluþáttum. Það gekk þó á ýmsu við tökur á þáttunum eins og áhorfendur munu komast að. 

Við gerð þáttanna Læknirinn í eldhúsinu, ferðalag bragðlaukanna, ákvað Ragnar Freyr að reyna fyrir sér í vínberjatínslu hjá Ramon Bilbao í miðri uppskeru. Yfirmanninum á akrinum fannst hann ekki vera að halda því tempói sem þurfti og neyddist því til að reka hann. 

Fyrsti þátturinn er í opinni dagskrá í kvöld klukkan 20.25 í Sjónvarpi Símans.

 

Þættir