Konurnar sem brutu „glerþakið“

INNLENT  | 27. November | 14:40 
Um 400 kven­leiðtog­ar frá um 100 lönd­um eru nú á fyrsta Heimsþingi kven­leiðtoga í Hörpu. Þetta eru konur sem að hafa brotið „glerþakið“ og gert hluti sem ekki margar konur hafa gert að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnaformanns Woman political Leaders. mbl.is kom við í Hörpu í dag.

Um 400 kven­leiðtog­ar frá um 100 lönd­um eru nú á fyrsta Heimsþingi kven­leiðtoga í Hörpu. Þetta eru konur sem að hafa brotið „glerþakið“ og gert hluti sem ekki margar konur hafa gert að sögn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, stjórnaformanns Woman political Leaders.

Mbl.is kom við í Hörpu í dag og ræddi við Hönnu Birnu um umfang og þýðingu viðburðarins sem hófst í gærkvöldi og lýkur á morgun. Women Political Lea­ders Global For­um standa að þinginu í samstarfi við rík­is­stjórn­ Íslands, Alþing­i með aðstoð ís­lenskra og alþjóðlegra sam­starfsaðila.

Yfirskrift ráðstefnunnar, sem verður einnig á dagskrá næstu fjögur árin, er staða kvenna á tækniöld. Í myndskeiðinu er einnig rætt við Veronicu Budson, framkvæmdastjóra við Harvard-háskóla, sem flutti erindi og stýrði málstofu um konur í framboði og netógnir sem þær standa frammi fyrir.

Hægt er að fræðast um ráðstefnuna og þá sem fluttu erindi hér.

Þættir