Óvissan það versta í stöðunni

INNLENT  | 30. November | 14:30 
„Það sem er slæmt við málið í dag er óvissan,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um þær vendingar sem orðið hafa á síðustu dögum hjá flugfélaginu Wow. Stjórnvöld fylgist náið með atburðarásinni og séu eins vel undirbúin og hægt er fari allt á versta veg.

„Það sem er slæmt við málið í dag er óvissan,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um þær vendingar sem orðið hafa á síðustu dögum hjá flugfélaginu Wow. Stjórnvöld fylgist náið með atburðarásinni og séu eins vel undirbúin og hægt er fari allt á versta veg.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að félagið hafi verið í miklum erfiðleikum lengi en nú sé kominn fjárfestir til sögunnar sem hún bindur vonir við að nái að rétta við rekstur félagsins. „Flugrekstur er orðinn töluvert umfangsmeiri í okkar efnahagslífi en hefur verið og það hefur auðvitað mikil áhrif sem þar gerist.“ 

mbl.is ræddi við þau Bjarna og Katrínu í Ráðherrabústaðnum fyrr í morgun.

Þættir