Nýtrúlofuð og eftirlýst

ERLENT  | 4. December | 7:36 
Lögreglan í New York hefur lýst eftir pari sem trúlofaði sig á Times Square á föstudag en misstu trúlofunarhringinn niður rist.

Lögreglan í New York hefur lýst eftir pari sem trúlofaði sig á Times Square á föstudag en misstu trúlofunarhringinn niður rist. 

Á myndskeiði úr öryggismyndavélum má rómantískt bónorð klúðrast þegar þau missa hringinn niður um loftræstiristina. 

Eftir að hafa skoðað myndskeiðið ákváðu lögreglumenn að koma parinu til bjargar, náðu hringnum upp og hreinsuðu. En vandamálið var hins vegar að parið finnst ekki. 

Lögreglan leitaði því á náðir samfélagsmiðla og auglýsir eftir parinu. Auglýsingin hefur ekki enn skilað árangri. Það sem meira er - það sést ekki á myndskeiðinu hvort hún svaraði játandi eða hvort hún neitaði og henti hringnum. 

 
Þættir