Flugvél brotlenti á húsi

ERLENT  | 4. December | 11:48 
Hús eyðilagðist og fjórir létu lífið eftir að lítil flugvél brotlenti á húsi í Culiacan í Mexíkó.

Hús eyðilagðist og fjórir létu lífið eftir að lítil flugvél brotlenti á húsi í Culiacan í Mexíkó.

Þrír menn til viðbótar slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Þeir eru úr lífshættu að sögn yfirvalda í Sinaloa-ríki.

Þeir sem létust voru um borð í vélinni en hinir slösuðu voru inni í húsinu sem vélin brotlenti á. Slysið er enn til rannsóknar en yfirvöld telja að það megi rekja til vélarbilunar.

 

Þættir