Geor­ge H. W. Bush borinn til grafar

ERLENT  | 5. December | 18:45 
Útför Geor­ge H. W. Bush, 41. for­seta Banda­ríkj­anna, fór fram í dómkirkjunni í Washington D.C. í dag. Bush lést 1. des­em­ber, 94 ára að aldri og verður hann jarðaður við hlið eig­in­konu sinn­ar, Barbara, í Texas. Útförin hófst klukkan 9 að staðartíma og varði hún í rúma fjóra klukkutíma.

Útför Geor­ge H. W. Bush, 41. for­seta Banda­ríkj­anna, fór fram í dómkirkjunni í Washington D.C. í dag. Bush lést 1. des­em­ber, 94 ára að aldri og verður hann jarðaður við hlið eig­in­konu sinn­ar, Barbara, í Texas. Útförin hófst klukkan 9 að staðartíma og varði hún í rúma fjóra klukkutíma. 

Frétt mbl.is

Leiðtog­ar heims­ins og fleiri tign­ir voru viðstaddir útförina og var son­ur Bush, Geor­ge W. Bush, meðal þeirra sem flutti líkræðu. Í ræðu sinni sagði Bush að faðir hans hefði kennt honum að það að sinna opinberri þjónustu væri göfugt og ómissandi starf.

„Hann sætti sig við að það að gera mistök er hluti af því að lifa lífinu til fullnustu, en hann kenndi okkur að skilgreina okkur aldrei út frá eigin mistökum,“ sagði Bush yngri einnig. 

For­seti Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, var viðstadd­ur ásamt öðrum fyrr­ver­andi for­set­um, Barack Obama, Bill Cl­int­on og Jimmy Cart­er. Karl Bretaprins var einnig viðstadd­ur auk Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands og kon­ungi Jórdan­íu, Abdullah II. 

„Því smærra sem ríkið er, því lengri er ræðan“

Fyrrverandi forsætisráðherra Kanada, Brian Mulroney, flutti einnig minningarorð við útförina. Þar minntist hann meðal annars á forsætisráðherra Íslands, sem á þessum tíma var Steingrímur Hermannsson. 

Mulroney vísaði í fyrsta leiðtogafund NATO sem Bush sat sem forseti Bandaríkjanna. Bush var iðinn við að punkta hjá sér það sem leiðtogarnir fjölluðu um í ræðum sínum. Ræðurnar voru mislangar og var ræða Steingríms víst með þeim lengri. Að henni lokinni var boðað til kaffihlés. Þá mun Bush hafa sagt við Mulroney: „Brian, ég hef uppgötvað meginregluna í alþjóðasamskiptum. Því smærra sem ríkið er, því lengri er ræðan.“ 

Þættir