Jólagestir Björgvins í beinni

FÓLKIÐ  | 22. December | 18:20 
Jólatónleikar stórsöngvarans Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, eru ómissandi hluti af jólum margra landsmanna og í kvöld verður í fyrsta skipti sögu tónleikaraðarinnar sýnt beint frá tónleikunum

Jólatónleikar stórsöngvarans Björgvins Halldórssonar, Jólagestir Björgvins, eru ómissandi hluti af jólum margra landsmanna og í kvöld verður í fyrsta skipti sögu tónleikaraðarinnar sýnt beint frá tónleikunum. Sena Live er framleiðandi tónleikanna og sýndir í Sjónvarpi Símans.

Útsendingin hefst klukkan 20 og þá geta allir landsmenn látið fara vel um sig og horft á þessa árlegu og glæsilegu tónleika heima í stofu. Þá verða tónleikarnir aðgengilegir í Sjónvarpi Símans Premium yfir hátíðirnar.

 

Ásamt Björgvini mun að venju koma fram landslið stórsöngvara sem og sigurvegari Jólastjörnunnar 2018. Umgjörðin verður glæsileg að vanda og ekki mun neinn úr fjölskyldu Jólagesta láta sig vanta frekar en fyrri daginn.

Gestir Björgvins í ár eru Daði Freyr, Dagur Sigurðsson, Friðrik Dór, Gissur Páll, Glowie, Jóhanna Guðrún, Selma Björnsdóttir, Svala og Jólastjarnan 2018: Þórdís Karlsdóttir.  

Frétt mbl.is

Ennfremur stíga á svið stórsveit Jólagesta skipuð landsliði hljóðfæraleikara undir stjórn Þóris Baldurssonar, strengjasveit Jólagesta undir stjórn Geirþrúðar Ásu Guðjónsdóttur, karlakórinn Þrestir undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar, Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar og Barnakór Kársnesskóla undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur.

Tónleikarnir verða alls fimm talsins um helgina og líf og fjör var á þeim fyrstu í gærkvöldi eins og sjá má á myndskeiðinu hér að ofan. 

Þættir