Skil ekki að þetta skuli gerast

ÍÞRÓTTIR  | 7. January | 22:05 
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari karlaliðs Keflvíkinga í körfuknattleik, var þungur á brún í kvöld eftir tap gegn grönnum sínum úr Njarðvík 88:85 í Dominos-deildinni.

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari karlaliðs Keflvíkinga í körfuknattleik, var þungur á brún í kvöld eftir tap gegn grönnum sínum úr Njarðvík 88:85 í Dominos-deildinni. 

Sverrir Þór var sammála blaðamanni um að það hafi verið ákveðin vendipunktur þegar Elvar Már Friðriksson Njarðvíkingur tók sitt eigið frákast úr glötuðum vítum þegar aðeins um 20 sekúndur voru til loka leiks. Sverrir sagði sína menn hafa verið drullulélega í öðrum leikhluta og að þar hafi fimm einstaklingar verið að spila gegn liðsheild Njarðvíkinga. 

Rætt er við Sverri í meðfylgjandi myndskeiði.

Sjá: Njarðvík á toppinn eftir grannaslaginn

Þættir