Þurftum að vera andlega sterkir

ÍÞRÓTTIR  | 7. January | 22:10 
Jeb Ibey skoraði 17 stig þegar Njarðvík vann granna sína í Keflavík á útivelli, 88:85, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann var að vonum kátur með sigurinn.

Jeb Ibey skoraði 17 stig þegar Njarðvík vann granna sína í Keflavík á útivelli, 88:85, í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Hann var að vonum kátur með sigurinn.

Ivey sagði að lykillinn að sigrinum hafi verið sálrænn styrkleiki liðsins. Hann hrósaði Keflvíkingum og sagði þá erfiða andstæðinga. Hann sagði að þótt sigurinn hafi verið sætur gæti liðið bætt sig enn meira á komandi dögum.

Á lokamínútum leiksins sagði Ivey það lykilatriði að hafa stjórn á boltanum og að elta öll fráköst. Hann sagði Keflvíkinga hafa pressað fast á sitt lið og gert vel í því og að sigurinn hafi verið kærkominn. 

Rætt er við Ivey í meðfylgjandi myndskeiði.

Þættir