Kim Jong-un heimsækir Kína

ERLENT  | 8. janúar | 8:32 
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ætlar að heimsækja Kína þar sem hann mun funda með forseta landsins, Xi Jinping.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, ætlar að heimsækja Kína þar sem hann mun funda með forseta landsins, Xi Jinping.

Norðurkóreskur ríkisfjölmiðill greindi frá þessu.

Kóreski leiðtoginn verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 7. til 10. janúar í boði Xi Jinping, að því er kom fram í fjölmiðlinum.

Kim heimsótti Kína, sem er samherji Norður-Kóreu, þrívegis á síðasta ári.

Þættir