„Getum unnið flest eða öll lið“

ÍÞRÓTTIR  | 8. January | 16:38 
„Við þurfum bara að sýna okkar eðli og þetta sem við teljum okkur betri en aðrar þjóðir í og ef það tekst getum við unnið flest ef ekki öll lið í heiminum,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins á HM. Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir liðið vera ungt og spennandi.

„Við þurfum bara að sýna okkar eðli og þetta sem við teljum okkur betri en aðrar þjóðir í og ef það tekst getum við unnið flest ef ekki öll lið í heiminum,“ segir Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins á HM. Guðmundur Guðmundsson þjálfari segir liðið vera ungt og spennandi.  

mbl.is var á blaðamannafundi HSÍ fyrir stuttu þar sem það var tilkynnt að Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði liðsins og einn besti handboltamaður heims, verður fjarri góðu gamni á mótinu. Í myndskeiðinu er rætt við Aron og Guðmund um þessa stöðu sem komin er upp og hvernig liðið þarf að bregðast við.

Þættir