Strippklúbbur heim í stofu

TÆKNI  | 11. janúar | 11:15 
Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli á tæknisýningunni sem nú stendur yfir í Las Vegas er strippklúbbur bandaríska tæknifyrirtækisins Naughty America. Nýr valmöguleiki í snjallsímann eða spjaldtölvuna segir forstjóri fyrirtækisins.

Eitt af því sem hefur vakið mikla athygli á tæknisýningunni sem nú stendur yfir í Las Vegas er strippklúbbur bandaríska tæknifyrirtækisins Naughty America. Nýr valmöguleiki í snjallsímann eða spjaldtölvuna segir forstjóri fyrirtækisins. Um er að ræða tækni sem gerir þér kleift að fá heilmynd af karl- eða kvenstrippara til starfa heima hjá þér. Súla fylgir með og ekki þarf að gefa þjórfé, segir Andreas Hronopoulos, forstjóri Naughty America.

Hann segir að um leið og dansarinn er kominn heim til þín geti áhorfandinn fylgst með dansinum og eins er möguleiki að nota að nota sýndarveruleikagleraugu til þess að heimsækja strippklúbba.

Hronopoulos segir í samtali við AFP að þetta sé ekkert annað en afþreying, þú sest niður, slakar á og lætur almyndina vera þar sem þér hentar og leikur við hana.

Kynlífstæki eru ekkert nýtt af nálinni í tækniheiminum og hefur tæknin verið nýtt á margvíslegan hátt við þróun slíkra tækja. Á sýningunni í Las Vegas, Consumer Electronics Show, eru kynlífstæki áberandi í ár. 

Kynlífstækjaiðnaðurinn veltir milljörðum ár hvert og samkvæmt tölum frá breska smásölufyrirtækinu MysteryVibe er gert ráð fyrir að veltan í sölu á kynlífstækjum eins og titrurum og sleipiefni nemi um 37,2 milljörðum Bandaríkjadala árið 2022. Það svarar til 4.468 milljarða króna. 

Annar stofnenda MysteryVibeStephanie Alys, segir ekkert skrýtið við að fólk vilji meiri ánægju í kynlífið og eðlilegt að nýta sér tæknina til þess. 

Frétt mbl.is

Þættir