Þeir börðu vel á okkur

ÍÞRÓTTIR  | 10. January | 22:10 
Elvar Már Friðriksson virtist vera feginn að hafa sloppið með sigur gegn sterkum Þórsurum í kvöld þegar Njarðvíkingar fengu Þorlákshafnarmenn í heimsókn í Dominos-deild karla. Elvar sagði sína menn hafa verið tilbúna í sterka Þórsara sem eru með hörkulið.

Elvar Már Friðriksson virtist vera feginn að hafa sloppið með sigur gegn sterkum Þórsurum í kvöld þegar Njarðvíkingar fengu Þorlákshafnarmenn í heimsókn í Dominos-deild karla. Elvar sagði sína menn hafa verið tilbúna í sterka Þórsara sem eru með hörkulið. 

Sú staðreynd að Njarðvíkingar hafi unnið leikinn og ekki spilað betur sagði Elvar sýna styrkleika liðsins. Elvar sagði að Þórsarar hafi gert vel en einhvern veginn hafi hann og hans menn klórað fram sigur.

Þættir