Beittu táragasi á gulvestunga

ERLENT  | 12. janúar | 16:36 
Níundu helgina í röð hafa þúsundir manna íklæddir gulum vestum farið á götur franskra borga til þess að mótmæla efnahagsaðgerðum Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters segir frá því að lögreglan í París hafi í dag beitt táragasi og úðað vatni á mótmælendur.

Níundu helgina í röð hafa þúsundir manna íklæddir gulum vestum farið á götur franskra borga til þess að mótmæla efnahagsaðgerðum Emmanuel Macron, forseta Frakklands. Reuters segir frá því að lögreglan í París hafi í dag beitt táragasi og úðað vatni á mótmælendur.

Mótmælendur kröfðust afsagnar forsetans og fylgdi mótmælunum mikill hávaði, en þau eru sögð hafa verið friðsæl. Er það andstætt hluta undanfarinna mótmæla sem hafa haft í för með sér eignaspjöll og ofbeldi.

Lögreglan í París hafði óttast að óeirðir yrðu í dag og lokuðu fyrir umferð inn í miðborgina.

Frétt af mbl.is

Mótmælendur gengu meðal annars í gegnum Grand Boulevards þar sem margar verslanir eru, en það er nálægt þeim stað sem þrír létu lífið og 47 slösuðust í mikilli sprengingu vegna gasleka í morgun.

Frétt af mbl.is

Um fimm þúsund mótmæltu í Bourges, þar sem um fimm hundruð tókst að ryðjast inn á lokað svæði í miðborginni og urðu nokkur átök við lögreglu. Tvö þúsund mótmæltu í Strassborg við Evrópuþingið.

Yfir 80 þúsund lögreglumenn voru á vakt í Frakklandi vegna mótmælanna, þar af fimm þúsund í París.

 

 

 

 

 

Þættir