Brekkurnar loksins opnaðar

INNLENT  | 23. janúar | 17:08 
Opnunar Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi.

Opnunar Skíðasvæðisins í Bláfjöllum hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu að sögn Einars Bjarnasonar rekstrarstjóra, en svæðið opnaði í fyrsta skipti í vetur í dag. Skíðafólk lét ekki bíða eftir sér og mbl.is var á staðnum þegar fyrstu ferðirnar niður fjallið voru í skíðaðar í frábæru færi.

Einar segir að mikið hafi verið hringt að undanförnu og rútufyrirtækin sem flytja skíðafólk í fjöllin þurftu að bæta við bílum til að anna eftirspurn í dag.

Þættir