Allen sakar Amazon um samningsbrot

ERLENT  | 8. febrúar | 11:07 
Kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen hefur höfðað skaðabótamál gegn Amazon fyrir samningsbrot. Fer Allen fram á að fá greiddar 68 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 8,2 milljörðum króna.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Woody Allen hefur höfðað skaðabótamál gegn Amazon fyrir samningsbrot. Fer Allen fram á að fá greiddar 68 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir 8,2 milljörðum króna. Ástæðan er að sögn Allen ákvörðun Amazon að hafa hætt við sýningar á kvikmyndinni A Rainy Day in New York í streymisþjónustu sinni vegna „tilhæfulausra“ ásakana á hendur Allen um að hann hafi beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi.

Í lögsókn Allens segir að Amazon hafi reynt að binda endi á samkomulagið í júní og síðan neitað að greiða honum 9 milljónir dala í fjármögnunarkostnað við myndina. Þetta kemur fram í lögsókn sem lögmenn hans hjá Quinn Emanuel Urquhart & Sullivan lögmannsstofunni hafa lagt fram fyrir alríkisdómstól í New York.

Myndin er ein nokkurra sem Allen ætlaði að gera samkvæmt samkomulaginu sem var gert eftir að Allen framleiddi Crisis in Six Scenes-þættina fyrir Amazon.

Allen, sem er 83 ára gamall, hefur verið sakaður um að hafa beitt dóttur sína Dylan Farrow kynferðisofbeldi þegar hún var sjö ára gömul. Fallið var frá ákæru á sínum tíma en ásakanir á hendur honum voru fyrst lagaðar fram af fyrrverandi eiginkonu Miu Farrow. 

Dyl­an Farrow sagði síðan frá ofbeldinu sem hún varð fyr­ir af hendi föður síns í bréfi sem birt var á vef New York Times árið 2014. 

Bréfið hef­ur hún með spurn­ingu sem hún bein­ir til les­and­ans: „Hver er upp­á­halds Woo­dy Allen-mynd­in þín?“. Þá seg­ir hún að les­and­inn þurfa fyrst að heyra það sem í bréf­inu stend­ur áður en hann ger­ir upp hug sinn. 

Í bréf­inu seg­ir hún ít­ar­lega frá at­viki sem átti sér stað á háa­lofti heim­il­is henn­ar þegar hún var sjö ára göm­ul. „Hann sagði mér að leggj­ast á mag­ann og leika með raf­magns­lest sem bróðir minn átti. Síðan mis­notaði hann mig. Á meðan hann gerði það hvíslaði hann að mér að ég væri góð stelpa, þetta væri okk­ar leynd­ar­mál og lofaði að fara með mig til Par­ís­ar og gera mig að stjörnu í kvik­mynd­um hans.“ 

Þá seg­ir hún að svo lengi sem hún muni eft­ir sér hafi faðir henn­ar gert henni hluti sem hún hafi ekki viljað, en til þess að kom­ast und­an hon­um hafi hún gjarn­an falið sig und­ir rúmi eða læst sig inni á baðher­bergi.

Farrow seg­ist ekki hafa gert sér grein fyr­ir af­leiðing­um þess að segja móður sinni frá mis­notk­un­inni, en trú­verðug­leiki henn­ar var víða dreg­inn í efa.

Í lok­in tal­ar hún um að Allen sé lif­andi sönn­un þess að sam­fé­lagið bregðist fórn­ar­lömb­um kyn­ferðis­legs of­beld­is.

Allen ætt­leiddi Dyl­an Farrow þegar hann var kvæntur móður henn­ar, leik­kon­unni Miu Farrow. Þau skildu árið 1992 þegar Allen tók upp við ætt­leidda dótt­ur leik­kon­unn­ar, Soon-Yi Previn. Í for­ræðis­deilu Allen og Miu Farrow taldi dóm­ari að ófull­nægj­andi sann­an­ir vera fyr­ir mis­notk­un­inni. Allen hef­ur ávallt vísað ásök­un­un­um á bug.

Í júní í fyrra sagðist Allen styðja #MeToo-hreyfinguna og að hann ætti að vera þeirra fyrirmynd.

„Ég hef unnið við kvikmyndir í 50 ár og unnið með hundruðum leikkvenna. Engin þeirra hefur nokkurn tíma sakað mig um óviðurkvæmilega hegðun,“ sagði hann í viðtali við argentínsku sjónvarpsstöðina Canal 13. Sagðist hann aðeins einu sinni hafa verið borinn þungum sökum af konu sem hann var í forræðisdeilu við.

Undanfarna mánuði hefur hópur leikara sem hefur unnið með Allen fjarlægst hann en ekki allir. Til að mynda Javier Bardem og Alec Baldwin telja að aldrei hafi komið  fram neitt sem hægt var að byggja á til að ákæra hann. 

Þættir