Hundruð þúsunda mótmæltu í Róm

ERLENT  | 10. febrúar | 8:01 
Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælum í Róm í gær en mótmælin voru skipulögð af verkalýðsfélögum í landinu. Krefst fólk þess að stjórnvöld byggi upp innviði og framtíð fyrir fólk á vinnumarkaði. Fjölga þurfi atvinnutækifærum og draga úr fátækt í landinu.

Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælum í Róm í gær en mótmælin voru skipulögð af verkalýðsfélögum í landinu. Krefst fólk þess að stjórnvöld byggi upp innviði og framtíð fyrir fólk á vinnumarkaði. Fjölga þurfi atvinnutækifærum og draga úr fátækt í landinu.

Um er að ræða fjölmennustu mótmæli landsins í fjögur ár. Allt fór friðsamlega fram en verkalýðsfélögin studdu mómælendur annars staðar frá við að komast til borgarinnar. Með sérstökum lestarferðum, rútum, ferjum og ódýrum flugmiðum.

Hvöttu mótmælendur stjórnvöld til frekari aðgerða en verkalýðsfélögin telja að ríkisstjórnin fari of varlega í sakirnar á þessu sviði. Auka þurfi fjárfestingar bæði af hálfu hins opinbera sem og einkageirans. 

 

Þættir