Edda Björgvins er svakalega meðvirk

FÓLKIÐ  | 20. febrúar | 16:25 
„Maður verður heiftúðugur, maður verður ofsalega stjórnsamur og stundum í kærleika að stjórna öllu í kringum sig. Meðvirkir einstaklingar fá mjög kalda ísbrynju, ekkert snertir okkur því við höfum þjáðst svo mikið, bara búið okkur til okkar eigin skel.“

Edda Björgvinsdóttir er gestur Loga Bergmanns í þættinum, Með Loga, sem sýndur er í Sjónvarpi Símans Premium. Í þættinum í kvöld opnar Edda hjarta sitt og ræðir til dæmis um meðvirkni og þar játar hún að hún sé hryllilega meðvirk sjálf. 

„Já, svakalega. Annars væri ég ekki í þessari 12 spora vinnu, sem ég þarf alltaf að vera í. Öll einkennin er ég með, maður er kannski ekki bara kúguð undirlægja. Maður verður heiftúðugur, maður verður ofsalega stjórnsamur og stundum í kærleika að stjórna öllu í kringum sig. Meðvirkir einstaklingar fá mjög kalda ísbrynju, ekkert snertir okkur því við höfum þjáðst svo mikið, bara búið okkur til okkar eigin skel. Þetta er svo hættulegt vegna þess að þá deyr maður. Þannig maður þarf að fara að rífa þetta allt í burtu. Það er hægt að vera meðvirkur með lífinu. Það þarf ekkert að vera alkóhólismi. Meðvirkni er sjúkdómur og getur drepið mann.

Ef maður á sterka ættingja, ömmu, mömmu eða pabba sem hafa á einhvern hátt þrengt að manni og verið of stjórnsöm þá er það nóg til þess að maður verði meðvirkur og fer að þóknast og passa að öllum líki við mann. Af því að maður er hræddur við vond viðbrögð. Hálfur heimurinn er að eiga við þetta,“ segir Edda Björgvins í fyrsta þættinum Með Loga.

Þættir