Bjöggi Halldórs útskýrir hinn íslenska bol

FÓLKIÐ  | 28. February | 10:15 
Björgvin Halldórsson er þekktur fyrir orðheppni sína. Hér útskýrir hann „bolinn“ sem er hinn dæmigerði Íslendingur.

Björgvin Halldórsson er þekktur fyrir orðheppni sína. Hér útskýrir hann „bolinn“ sem er hinn dæmigerði Íslendingur. Hann er gestur Loga Bergmanns í kvöld í þættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans. 

„Hvað ætli það sé búið að taka mörg viðtöl við Björgvin Halldórsson,” segir Logi Bergmann og bætir við: 

„Svona 3.000 eða eitthvað, ég veit það ekki en það er eitthvað við gaurinn. Blanda af pínu hroka, pínu húmor. Hann er skemmtilegur og á milli okkar hefur alltaf verið gott samband. Hann er einn af þessum gestum sem maður þarf kannski ekki mikið að undirbúa sig fyrir. Ég er búinn að fylgjast með honum alla ævi. Hann byrjaði í fyrstu hljómsveitinni sinni áður en ég fæddist og líka þessi saga hans er svo merkileg. Hann er búinn að vera í 50 ár á sviðinu, breytingarnar sem maður hefur séð. Ég held að það verði gaman að fara í gegnum þróunina með honum, frá því að vera einhver unglingur í Hafnarfirði yfir í að vera heldri poppstjarna, sem hann er nú orðinn,“ segir hann. 

 

Þættir