Mótmælin halda áfram á Austurvelli

INNLENT  | 15. mars | 16:14 
Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli alla vikuna. Í dag var mikið af fólki á staðnum í tengslum við loftslagsverkfallið og eftir að því lauk færðist kraftur í söng þeirra sem vilja gera hælisleitendum auðveldara að fá leyfi til að lifa og starfa hér á landi.

Hælisleitendur og flóttamenn hafa mótmælt á Austurvelli alla vikuna. Í dag var mikið af fólki á staðnum í tengslum við loftslagsverkfallið og eftir að því lauk færðist kraftur í söng þeirra sem vilja gera hælisleitendum auðveldara að fá leyfi til að lifa og starfa hér á landi.

Einhverjir hafa dvalið þar næturlangt í tjaldi sem búið er að reisa fyrir framan Alþingishúsið. Í myndskeiðinu heyrist sungið: „Freedom of movement is everybody's right. We'll stay here and we will fight.“ Á íslensku myndi það hljóma „Frelsi til hreyfingar er réttur allra. Við verðum hér og við munum berjast.“

Einnig hafa mótmælendur sett fram kröfu um að aðstaða hælisleitenda og flóttafólks á Ásbrú verði bætt eða breytt. Samkvæmt yfirlýsingum munu þeir verða á Austurvelli þar til að árangur næst.

 

Þættir