Í fyrra var það Taylor og nú Capers

ÍÞRÓTTIR  | 21. March | 22:25 
Borche Ilievski þjálfari ÍR var brúnaþungur eftir að lið hans hafði tapað gegn Njarðvík, 71:76, í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta.

Borche Ilievski þjálfari ÍR var brúnaþungur eftir að lið hans hafði tapað gegn Njarðvík, 71:76, í kvöld í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta.

Illievski hafði augljóslega undirbúið lið sitt vel og mætti til leiks með óvænt útspil í svæðisvörn sem kom Njarðvíkingum í bölvuð vandræði hvað eftir annað. Skot á ögurstundu frá ÍR fór ekki niður og annað varð þess valdandi að ÍR náði ekki að landa sigri að mati Ilievski. 

Hann sagðist þó koma kokhraustur í næsta leik í Hellinum og líklega þá hafa eitthvað nýtt óvænt í pokahorninu. 

Þættir