Þetta verða blóð, sviti og tár

ÍÞRÓTTIR  | 21. March | 22:30 
Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður með að ná að landa 76:71- sigri í kvöld gegn sterku liði ÍR í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta.

Elvar Már Friðriksson, leikmaður Njarðvíkur, var ánægður með að ná að landa 76:71- sigri í kvöld gegn sterku liði ÍR í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta. 

Elvar viðurkenndi að sú svæðisvörn sem ÍR breytti í fyrri hálfleik hafi komið hans mönnum á óvart og áttu þeir augljóslega í basli með að brjóta hana niður. Elvar hrósaði mönnum sem komu af bekknum eins og Loga Gunnarssyni og Jóni Arnóri Sverrissyni. 

Þeir komu báðir með kraft af bekknum sem var klárlega eitthvað sem liðið vantaði á ögurstundu. Elvar býst ekki við neinu minna í næsta leik liðanna sem fer fram á sunnudag í Hertz-hellinum, heimavelli ÍR. 

Þættir