Einhver „Búddah“ sem hjálpaði mér

ÍÞRÓTTIR  | 22. mars | 23:00 
Jón Arnór Stefánsson sagði að sér hefði alls ekki liðið vel þegar hann lét sigurskot kvöldsins vaða í kvöld í leik KR og Keflavíkur í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik en hann tryggði þar KR-ingum dýrmætan útisigur, 77:76.

Jón Arnór Stefánsson sagði að sér hefði alls ekki liðið vel þegar hann lét sigurskot kvöldsins vaða í kvöld í leik KR og Keflavíkur í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik en hann tryggði þar KR-ingum dýrmætan útisigur, 77:76. 

Jón Arnór sagði að sér hefði fundist skotið vera „flatt og stutt“ en að mögulega hafi æðri máttarvöld aðstoðað eitthvað.  Jón sagði sigurinn hafa verið gríðarlega mikilvægan en um leið minnti hann á að ekki mætti missa einbeitninguna þrátt fyrir að vera komnir í góða forystu eins og KR-ingar náðu í kvöld. 

Þættir