Náum sigri í Vesturbænum

ÍÞRÓTTIR  | 22. mars | 23:05 
Gunnar Ólafsson leikmaður Keflvíkinga var niðurlútur þegar blaðamaður náði tali af honum eftir ósigurinn gegn KR, 76:77, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld.

Gunnar Ólafsson leikmaður Keflvíkinga var niðurlútur þegar blaðamaður náði tali af honum  eftir ósigurinn gegn KR, 76:77, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik í kvöld. 

Gunnar sagði tapið hafa verið gríðarlega súrt og fannst að á lokakaflanum hafi Keflavík verið með sigurinn vísan að nokkru leyti. 

Gunnar sagði að lítið kæmi annað til greina hjá Keflvíkingum en að ná sigri í Vesturbænum í næstu viðureign liðanna. 

Þættir