„Kemur ekki svona fram við fólk“

INNLENT  | 28. mars | 16:54 
„Maður kemur ekki svona fram við fólk,“ segir Sophie Gerbrandt, um hvernig flugfélagið WOW hefur staðið að málum gagnvart farþegum sínum undanfarna daga. Hún átti ásamt eiginmanni sínum bókað flug til Kanada í dag en flýgur til New York þess í stað á morgun. mbl.is var í Leifsstöð í dag.

„Maður kemur ekki svona fram við fólk,“ segir Sophie Gerbrandt, um hvernig flugfélagið WOW hefur staðið að málum gagnvart farþegum sínum undanfarna daga. Hún átti ásamt eiginmanni sínum bókað flug til Kanada í dag en flýgur til New York þess í stað á morgun. mbl.is var í Leifsstöð í dag.

Í myndskeiðinu er rætt við Sophie og mann hennar Zach sem hafa verið á ferðalagi hérlendis undanfarna viku. Þar er einnig rætt við þau Sheenu, Jeff og Wybie sem voru hér á landi í átta manna hópi við tökur á tónlistarmyndbandi. Þau segjast hafa verið reiðubúin til að fljúga heim á leið í gær en fengu upplýsingar frá flugfélaginu um að engin hætta væri á að ekki yrði flogið í dag og biðu því með flugið.

Báðir hóparnir segjast hafa átt í erfiðleikum með að fá flug með Icelandair á betri kjörum en samkvæmt gjaldskrá.

Þættir