Pavel er okkar svindlkall

ÍÞRÓTTIR  | 28. mars | 21:45 
Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var sáttur með að klára rimmuna gegn Keflavík í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik með 3:0 sigri eftir lokaleikinn í kvöld þar sem KR hafði betur 85:64.

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, var sáttur með að klára rimmuna gegn Keflavík í átta liða úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik með 3:0 sigri eftir lokaleikinn í kvöld þar sem KR hafði betur 85:64.

Jón sagði að hann hafi ekki búist við að taka Keflavík 3:0 en um leið sagði hann að honum fyndist KR vera með betra lið en Keflavík. Jón sagði að markmið KR hafi verið að klára þessa rimmu eins fljótt og hægt væri. 

Jón fór fögrum orðum um Pavel Ermolinskij sem er að komast í sitt fyrra form. Jón sagði að Pavel hafi verið og væri mikilvægasti leikmaður liðsins og í raun svindlkall. 

mbl.is

Þættir