Það fór aðeins um mig

ÍÞRÓTTIR  | 2. apríl | 21:46 
Pétur Már Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik, stýrði liðinu til síns fyrsta sigurs í úrslitakeppni frá upphafi þegar það sigraði Keflavík á útivelli í kvöld, 78:70, í fyrsta leik undanúrslitanna.

Pétur Már Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í körfuknattleik, stýrði liðinu til síns fyrsta sigurs í úrslitakeppni frá upphafi þegar það sigraði Keflavík á útivelli í kvöld, 78:70, í fyrsta leik undanúrslitanna. Áður hafði liðið vissulega komist í úrslitakeppnina en var sópað þar út fyrir 2 árum. 

Pétur var ánægður með liðið en var hógvær og minnti á að það er leikur aftur á sunnudag og að liðið þyrfti að halda sér á jörðinni. Pétur sagði að fyrri hálfleikur hafi verið góður og að liðið hafi gert vel að standast áhlaup Keflavíkur á lokakaflanum. 

Pétur sagði lið sitt þurfa að passa sig því lið Keflavíkur er gríðarlega sterkt á opnum velli og þær refsa hart ef einbeitningin er ekki til staðar sem þær gerðu þegar munurinn var kominn niður í 4 stig. Pétur viðurkenndi að það fór aðeins um hann á lokakaflanum þegar Keflavík var að ná muninum niður. 

Þættir