Mætti ekki því hún flýgur ekki

INNLENT  | 10. April | 15:11 
„Mér þykir leitt að geta ekki verið með ykkur í dag, en ég flýg ekki og þar af leiðandi get ég ekki verið á staðnum.“ Þetta sagði Greta Thunberg í ávarpi sínu til gesta á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl í Hörpu í dag.

„Mér þykir leitt að geta ekki verið með ykkur í dag, en ég flýg ekki og þar af leiðandi get ég ekki verið á staðnum.“

Þetta sagði Greta Thunberg í ávarpi sínu til gesta á norrænni ungmennaráðstefnu um sjálfbæran lífstíl í Hörpu í dag. Greta, 16 ára umhverfissinni sem meðal annars hefur hlotið tilnefningu til Nóbelsverðlauna, er sjálfri sér trú og ferðast ekki með flugvélum vegna þess hve mikið þær menga.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/12/04/15_ara_segir_leidtoga_heims_minna_a_born/

„Við unga fólkið erum framtíðin og við stöndum frammi fyrir miklum erfiðleikum. Við sköpuðum ekki þær aðstæður sem uppi eru í dag heldur fæddumst inn í þær, en við erum þau sem þær hafa hvað mest áhrif á. Við þurfum að fá eldri kynslóðirnar til að taka ábyrgð á því sem þau hafa gert og það sem þær halda áfram að gera okkur.“

Hver dagur sem ekki er brugðist við stórslys

„Við þurfum að bregðast við núna, af því að með hverjum deginum sem ekki er gripið til alvöru aðgerða, og með hverju árinu sem ekki er gripið til alvöru aðgerða, er stórslys og við þurfum að gera eitthvað núna.“

 

Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina Youth Leading a Sustainable Lifestyle, fjallar um sjálfbæran lífsstíl og ábyrga neyslu og er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, en það var Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, sem setti ráðstefnuna.

Unga fólkið tjái hug sinn

Í ávarpi sínu sagði Lilja að henni hafi alltaf verið umhugað um frið og umhverfismál, og að jafnframt hafi hún alltaf trúað að ungt fólk, þar á meðal hún sjálf, gæti haft áhrif á leiðtoga heimsins. Minntist hún þess meðal annars þegar Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, funduðu í Reykjavík 1986, og hún hafði frumkvæði að því, ásamt vinum sínum, að skrifa leiðtogunum bréf með tillögum um aðgerðir til að stilla til friðar í heiminum.

Sagði hún mikilvægt að unga fólkið væri virkt í þátttöku sinni í samfélaginu, að það færi út og tjáði hug sinn. Þá yrði á það hlustað.

 

Í kjölfar ávarps Lilju komu umhverfisráðherrar Norðurlandanna saman í pallborðsumræðu þar sem þeir svöruðu spurningum fulltrúa ungu kynslóðarinnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra Íslands, var þeirra á meðal og notað hann tækifærið meðal annars til þess að þakka unga fólkinu þrýstinginn sem það beitir með loftslagsverkföllum.

Sagði hann umræðu um loftslagsbreytingar á Alþingi hafa breyst á undanförum sex mánuðum og að viljinn til að gera breytingar væri orðinn meiri. 

Þættir