Mistökin komu ekki að sök

ÍÞRÓTTIR  | 10. April | 21:39 
Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að ná sigri gegn Stjörnunni, 91:67, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld og þar með koma einvíginu aftur til Garðabæjar til að freista þess að ná fram oddaleik.

Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum sáttur með að ná sigri gegn Stjörnunni, 91:67, í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í kvöld og þar með koma einvíginu aftur til Garðabæjar til að freista þess að ná fram oddaleik.

Heilt yfir var Jón sáttur með að ná sigrinum góða en sagði sitt lið hafa þó verið að gera mörg mistök í leiknum. Jón sagði sitt lið þurfa að vera klárara þegar það kemst í forystu en liðið tók ákveðna dýfu í leiknum í þriðja leikhluta og varð leikur liðsins hálfværukær. 

Jón fullyrti að þetta einvígi myndi koma aftur til Keflavíkur og vísaði í að Keflavík ætlaði sér í oddaleik. 

mbl.is

Þættir