Fjarlægðu fjórar flugur úr auga konu

ERLENT  | 11. April | 15:39 
Læknar í Taívan voru furðu lostnir þegar þeir fundu fjórar litlar býflugur í auga 28 ára gamallar konu á dögunum, en hver þeirra var um 4 mm að stærð.

Læknar í Taívan voru furðu lostnir þegar þeir fundu fjórar litlar býflugur í auga 28 ára gamallar konu á dögunum, en hver þeirra var um 4 mm að stærð. 

Samkvæmt frétt BBC var konan, sem kölluð er He, að reyta illgresi þegar skordýrin flugu inn í auga hennar. Atvikið er það fyrsta sinnar tegundar á Taívan, en læknar eru bjartsýnir á að He nái sér að fullu.

Um er að ræða svokallaðar svitabýflugur, eða halictidae, sem setjast stundum á fólk til þess að drekka svita og jafnvel tár vegna hás próteingildis.

Flugurnar fjórar voru allar á lífi þegar læknar fjarlægðu þær úr auga konunnar.

Þættir