Rosaleg barátta og stríð

ÍÞRÓTTIR  | 17. April | 21:40 
Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum gríðarlega kátur með kvöldið í kvöld þegar lið hans tryggði sig í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfunni með sigri gegn Stjörnunni í oddaleik, 85:69.

Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum gríðarlega kátur með kvöldið í kvöld þegar lið hans tryggði sig í úrslitaeinvígi Íslandsmóts kvenna í körfunni með sigri gegn Stjörnunni í oddaleik, 85:69.

Jón var ekki viss hvort að hans leikáætlun hafi gengið fyllilega upp þetta kvöldið en Jón vísaði kannski í stóran vendipunkt leiksins og hluta af hans áætlun þegar hann sagði lykilleikmenn hafa komið inná undir lok leiksins. 

Jón sagði þetta 9. leik liðanna í vetur og að fátt sem kom báðum aðilum á óvart í leik hvors annars. Jón rýndi lauslega í næstu mótherja Keflavíkur og sagði það verða rosalega baráttu og stríð. 

Þættir