Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

INNLENT  | 21. April | 11:25 
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni.

Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík.

Útkall barst klukkan 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni.

 

Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu barst tilkynning um mikinn reyk sem lagði frá bílakjallara húsnæðisins og var reykurinn einnig kominn í stigagang húsnæðisins. Unnið er að því að rýma húsið, auk þess sem slökkvilið reynir að komast að upptökum eldsins.

Mikill og þykkur reykur er í bílakjallaranum og enn er óljóst hver upptök eldsins eru. Talið er að um eld í bifreið sé að ræða.

Uppfært kl. 10:45: Búið er að rýma húsnæðið og reykræsta stigaganga. Engin hætta er á ferð, en slökkvilið vinnur enn að því að slökkva eld sem reyndist loga í dekkjum og hafði jafnvel læst sig í nálæga bifreið.

Enn er mikill reykur í bílakjallaranum og fær enginn að fara inn nema reykkafarar slökkviliðsins. Farið er að sjá fyrir endann á aðgerðum.

 

Þættir