Kim Jong-un fullur tilhlökkunar

ERLENT  | 24. apríl | 16:47 
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, hlakkar til leiðtogafundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Ég vona að þetta verði vel heppnuð og gagnleg heimsókn,“ sagði Kim við komuna til Vladivostok í Rússlandi í dag.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, hlakkar til leiðtogafundar með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. „Ég vona að þetta verði vel heppnuð og gagnleg heimsókn,“ sagði Kim við komuna til Vladivostok í Rússlandi í dag. 

Aðalumræðuefni fundarins, sem fram fer á morgun, verður kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaganum. Þetta verður í fyrsta skipti sem Kim og Pútín hittast með formlegum hætti og er Pútín einnig fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim hittir eftir árangurslausan fund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hanoi í febrúar. 

Frétt mbl.is

Fund­ur­inn verður fyrst og fremst umræðufund­ur, en ekki stend­ur til að leiðtog­arn­ir und­ir­riti sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu eða sam­komu­lag að fundi lokn­um, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um í Rússlandi.

Kim ferðaðist með lest og fékk höfðinglegar móttökur á Tsarist-lestarstöðinni í Vladivostok. Rauður dregill og herlúðrasveit tóku á móti honum og Kim tók ofan flókahatt sinn líkt og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Frá lestarstöðinni steig Kim upp í eðalvagn og ók á gististað sinn í fylgd lífvarða. 

Þættir