„Frábær körfubolti“

ÍÞRÓTTIR  | 24. apríl | 22:10 
Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var líkt og blaðamaður undrandi eftir leik Keflavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik í kvöld.

Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var líkt og blaðamaður undrandi eftir leik Keflavíkur og Vals í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfuknattleik í kvöld. 

Undrandi að því leyti hversu vel leikmenn hittu úr skotum sínum og svo auðvitað stigaskori leiksins en Valur sigraði 100:96 og er nú 2:0 yfir. 

Valur 

Helena var hins vegar kát með sigurinn og var þess fyrir fram viss að þessi leikur yrði þeim erfiður. Helena sagðist stolt af liði sínu að ná að landa sigrinum þegar Keflavíkurliðið spilaði eins vel og raun bar vitni.

Helena sagði lítið annað koma til greina en að klára dæmið í næsta leik og fagna íslandsmeistaratitlinum. 

Þættir