Höfðum ekki andlega styrkinn

ÍÞRÓTTIR  | 27. apríl | 9:24 
„Við byrjum þægilega en fáum á okkur klaufalega dóma og hleypum þeim inn í leikinn,“ sagði hundsvekktur Róbert Freyr Pálsson, aðstoðarfyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí eftir óvænt 6:3-tap gegn Georgíu á HM í íshokkí sem fram fer í Mexíkó um þessar mundir.

„Við byrjum þægilega en fáum á okkur klaufalega dóma og hleypum þeim inn í leikinn,“ sagði hundsvekktur Róbert Freyr Pálsson, aðstoðarfyrirliði íslenska landsliðsins í íshokkí eftir óvænt 6:3-tap gegn Georgíu á HM í íshokkí sem fram fer í Mexíkó um þessar mundir.

Ísland komst í 3:0 í leiknum og virtist stefna í nokkuð þægilegan sigur liðsins áður en Georgíumenn sneru taflinu við.

„Það er eins og við höfum ekki verið viðbúnir því að þeir myndu jafna metin. Við höfðum kannski ekki andlega styrkinn til að takast á við þetta,“ bætti Róbert við en sjá má allt viðtalið við hann hér að ofan.

Þættir