Ólafur Örn drakk kokkteila allan tímann

FÓLKIÐ  | 30. apríl | 12:45 
Ólafur Örn þjónninn síkáti sem stýrir þættinum Kokkaflakk gerði fátt annað en að drekka kokkteila þegar hann fór til Chicago.

Ólafur Örn þjónninn síkáti sem stýrir þættinum Kokkaflakk gerði fátt annað en að drekka kokkteila þegar hann fór til Chicago. 

„Chicago er frábær borg, ég hafði aldrei komið þangað fyrr,” segir Ólafur Örn um Chicago sem er einmitt næsti áfangastaður hans í Kokkaflakki.

„Ég er kominn hingað til að hitta Inga Rúnarsson sem er kokteilbarþjónn á frægasta kokteilstað Chicago og jafnvel allra Bandaríkjanna, The Aviary. Þar vorum við bara meira og minna að drekka kokteila allan tímann,” segir hann. 

Af öllu því frábæra sem borgin hefur upp á að bjóða þá stóð upp úr hjá Ólafi Víetnamskur veitingastaður sem bauð upp á eisntaklega góðan mat og það mátti taka með sér sitt eigið vín.

https://www.mbl.is/folk/frettir/2019/04/24/ahugaverdara_en_thar_sem_rika_folkid_byr/

Kokkaflakk er sýndur í Sjónvarpi Símans Premium. 

 

Þættir