Alltaf erfitt að mæta nýliðum

ÍÞRÓTTIR  | 7. maí | 21:32 
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV og landsliðskona í knattspyrnu, var að vonum brosmild í lok leiks síns liðs gegn Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV og landsliðskona í knattspyrnu, var að vonum brosmild í lok leiks síns liðs gegn Keflavík í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld.

Eftir 2:0 sigur sagði Sigríður að eftir hennar mati hafi sigurinn verið verðskuldaður. Sigríður sagði fyrri hálfleik hafa verið fjörugan þar sem liðin skiptust á að eiga sín færi og boltinn fór á milli helminga líkt og í borðtennis. 

Sigríður sagði sitt lið hafa verið að skapa sér fín færi í raun allan leikinn þó svo að mörkin hafi ekki komið fyrr en í seinni hálfleik.  Sigríður sagði ætíð erfitt að spila gegn nýliðum í deildinni og að þeir leikir væru alltaf erfiðir. 

Þættir