MTV sendir tökulið á Secret Solstice

INNLENT  | 8. May | 14:25 
MTV hefur valið Secret Solstice sem eina af fimm bestu og áhugaverðustu tónlistarhátíðunum í Evrópu í sumar og hyggst senda tökulið til landsins.

MTV hefur valið Secret Solstice sem eina af fimm bestu og áhugaverðustu tónlistarhátíðunum í Evrópu í sumar og hyggst senda tökulið til landsins.

Víkingur Heiðar Arnórsson, framkvæmdastjóri Secret Solstice, segir að hliðarviðburðir hátíðarinnar, það er tónleikar inni í ísgöngunum í Langjökli og í Raufarhólshelli, veki mestan áhuga hjá MTV og er það líklega íslenska náttúran, í bland við listamennina, sem trekkir að.  

Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni eru Black Eyed Peas, Robert Plant, Martin Garrix, Rita Ora, Patti Smith og Pussy Riot. 

Frétt mbl.is

Ásamt því að fylgjast með Secret Solstice í Laugardalnum í júní hefur MTV valið Exit-tónlistarhátíðina í Serbíu, Isle of MTV á Möltu, Ultra Europe-hátíðina í Króatíu og tónlistarhátíðina Sziget í Ungverjalandi sem áhugaverðustu tónlistarhátíðir sumarsins í Evrópu. Mun sjónvarpsstöðin gefa VIP-miða á hátíðirnar og hægt er taka þátt hér.

 

Samningaviðræður við borgina ganga vel 

Nokk­ur óvissa hef­ur verið um mál Secret Solstice-hátíðar­inn­ar, sem hald­in hef­ur verið í Laug­ar­dal und­an­far­in ár. Nýir rekstr­araðilar, Live Events ehf., koma nú að rekstri hátíðar­inn­ar, en fyrri rekstr­araðilar hafa verið sakaðir um vanefnd­ir á gerðum samn­ing­um.

Frétt mbl.is

Víkingur segir að skipuleggjendur hafi unnið að samningsdrögum við borgina síðustu sex mánuði. Í gildi er fimm ára samningur en sá háttur hefur verið hafður á að gera nýjan samning fyrir hverja hátíð með þeim skilyrðum að forsvarsmenn hátíðarinnar hafi m.a. staðið skil á greiðslum.

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segir í samtali við mbl.is að samningaviðræður gangi vel og að fátt ætti að koma í veg fyrir að hátíðin fari fram í Laugardalnum. Ekki er ljóst hvenær borgarráð mun fjalla um leyfisveitinguna, en málið er að minnsta kosti ekki á dagskrá borgarráðsfundar sem fer fram á morgun. 

 

Þættir