Villimenn í Leirvogsá - myndband

VEIÐI  | 10. maí | 14:47 
Veiðifélagsskapurinn Villimenn mun verða í samstarfi við Sporðaköst hér á mbl.is í sumar. Munu Villimenn frumsýna nokkur af myndböndum sínum hér. Þetta er fyrsta myndbandið sem þeir hafa unnið í vor og þetta er úr ferð þeirra í sjóbirting í Leirvogsá.

Veiðifélagsskapurinn Villimenn mun verða í samstarfi við Sporðaköst hér á mbl.is í sumar. Munu Villimenn frumsýna nokkur af myndböndum sínum hér. Þetta er fyrsta myndbandið sem þeir hafa unnið í vor og þetta er úr ferð þeirra í sjóbirting í Leirvogsá.

Villimennirnir eru þrír. Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, Guðni Hrafn Pétursson Olsen og Óskar Bjarnason. Þrátt fyrir að kalla sig þessu nafni eru drengirnir alls engir villimenn heldur dagfarsprúðir en með króníska veiðidellu.

Þetta fyrsta myndband sem fer nú loftið sýnir skemmtilega veiði við virkilega erfiðar aðstæður, eins og oft vill vera á vorin. Þeir Elías Pétur og Guðni Hrafn eru klárir. Einnig er áhugavert að fylgjast með þeim félögum og ævintýrum þeirra á Snappinu, Instagram eða Facebook undir heitinu Villimenn.

Þættir