Fallegir kvenfangar taka þátt í tískusýningu

ERLENT  | 11. maí | 14:51 
Kvenfangar í Chorrillos kvennafangelsinu í Líma í Perú taka þátt í mæðradeginum með tískusýningu. Þær fá leyfi til að sýna hvað þær hafa lært í betrunarvistinni í fangelsinu með því að taka þátt í og skipuleggja tískusýningu.

Kvenfangar í Chorrillos kvennafangelsinu í Líma í Perú taka þátt í mæðradeginum með tískusýningu. Þær fá leyfi til að sýna hvað þær hafa lært í betrunarvistinni í fangelsinu með því að taka þátt í og skipuleggja tískusýningu. 

„Við lítum á þetta sem tækifæri til að heiðra minningu allra mæðra. Við getum líka sýnt fram á fjölbreytt listform og hvað þær hafa lært,“ segir Carlos Romero Riviera forseti dómsmálaráðuneytis í Perú.

„Við erum öll mannleg og gerum öll mistök. Það er okkar skylda að leiðrétta þau. Þú verður að halda áfram og dvelja ekki við mistökin sem þú gerðir heldur nýta vistina hér sem tækifæri,“ segir Elsy Palominos Besera. Hún sat inni fyrir fíkniefnainnflutning en er nú töskuhönnuður. 

 

 

 

Þættir