Krúttlegasti kór landsins?

INNLENT  | 16. maí | 16:27 
Kór leikskólans Hæðabóls í Garðabæ var önnum kafinn í dag. Þau fóru í bæjarferð og sungu fyrir gesti og gangandi í Hörpu, fyrir alþingismenn og á Barnaspítala Hringsins. Kórastarf leikskólans er metnaðarfullt og hefur fengið styrki til að þróa starfið.

Kór leikskólans Hæðabóls í Garðabæ var önnum kafinn í dag. Þau fóru í bæjarferð og sungu fyrir gesti og gangandi í Hörpu, fyrir alþingismenn og á Barnaspítala Hringsins. Kórastarf leikskólans er metnaðarfullt og hefur fengið styrki til að þróa starfið.

26 krakkar á aldrinum 4-5 ára eru í kórnum sem líklega er sá alla krúttlegasti á landinu. Í myndskeiðinu má sjá börnin syngja fyrir fólk á barnaspítalanum á sínum þriðju tónleikum í dag. 

Þættir