Matthías ánægður en Klemens þagði

FÓLKIÐ  | 17. maí | 23:21 
„Það gekk vel,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara í samtali við mbl.is, spurður hvernig honum hafi fundist dómararennsli í úrslitum Eurovision ganga í kvöld. Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, tjáði sig ekkert í viðtalinu.

„Það gekk vel,“ segir Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvara Hatara í samtali við mbl.is, spurður hvernig honum hafi fundist dómararennsli í úrslitum Eurovision ganga í kvöld. Klemens Hannigan, hinn söngvari sveitarinnar, tjáði sig ekkert í viðtalinu.

„Ég ætla ekki að segja að við séum farin að venjast þessu en við vorum rólegri en við höfum verið. Þetta er fyrsta rennslið sem ég man eftir því að hafa framkvæmt. Það segir mér eitthvað,“ segir Matthías enn fremur og Klemens hefur engu við það að bæta.

Eins og áður hefur komið fram er markmið Hatara að vinna Eurovision.

Spurður hvort von sé á einhverjum mótmælum af þeirra hálfu á úrslitakvöldinu svarar Matthías:

„Við höfum fengið þau fyrirmæli að tjá okkur ekki um þetta málefni, eins góð og spurningin er.“

Nánar er rætt við Matthías og Klemens í meðfylgjandi myndskeiði, þar sem þeir ræða meðal annars gott samband sitt við ástralska keppandann, Kate Miller-Heidke, og hrifningu Matthíasar á svissneska atriðinu.

 

Þættir