Myndband: Skrúfað alveg frá adrenalíninu

BÍLAR  | 21. maí | 16:23 
Radical er bandbrjálaður kappakstursbrautarbíll sem allir ættu að prófa. Bílablaðið kemur út í dag.

Sumir vinnudagar eru betri en aðrir. Það getur Ásgeir Ingvarsson vottað eftir að hafa verið boðaður á Ascari-kappakstursbrautina suður á Spáni til að reynsluaka tryllitækinu Radical.

Fyrir skemmstu opnaði Radical umboð á Íslandi og standa vonir til að með komu þessa breska brautarbíls megi hefja nýjan kafla í íslenskum akstursíþróttum. Bílarnir frá Radical eru tiltölulega hagkvæmur kostur en komast mjög nálægt því að vera eins og formúlubílar í akstri. 

Áhugasamir geta fengið að kynnast Radical betur á kynningu á hringakstursbraut Kvartmíluklúbbsins núna um helgina.

Fjallað er ítarlega um Radical í Bílablaðinu sem fylgir Morgunblaðinu í dag.

Þættir