Hjálmlaus að reiða 2-3 farþega

INNLENT  | 5. júní | 15:06 
„Það er alltof mikið af krökkum á vespum sem aka um án hjálma, eru að reiða. Ekki bara reiða einn heldur tvo, þrjá jafnvel,“ segir Snigillinn Guðrún Ámundadóttir en Bifhjólasamtökin standa nú fyrir átaki þar sem markmiðið er að fræða unglinga um hætturnar sem fylgja því að geysast um göturnar.

„Það er alltof mikið af krökkum á vespum sem aka um án hjálma, eru að reiða. Ekki bara reiða einn heldur tvo, þrjá jafnvel,“ segir Snigillinn Guðrún Ámundadóttir en Bifhjólasamtökin standa nú fyrir átaki, í samstarfi við Sjóvá og Samgöngustofu, þar sem markmiðið er að fræða unglinga um hætturnar sem fylgja því að geysast um göturnar.

Hún bendir á að það sé hreinlega ólöglegt að reiða farþega á hjólunum fyrir 20 ára aldur en einnig þá augljósu hættu sem fylgi því að keyra vespu á 50-80 km/klst. Það er hraðinn sem vespur geta náð sé innsigli rofið sem heldur hraðanum á vespunum í kringum 20 km/klst. Á fundi með krökkum í Hörðuvallaskóla í morgun var augljóst að það er nokkuð almenn vitneskja á meðal unglinga.

Í myndskeiðinu er kíkt á fundinn með krökkunum. Fjölmargir unglingar í skólanum fara um á vespum en fjöldi þeirra hefur margfaldast á götum og göngustígum á síðastliðnum árum. 

Skemmst er að minnast þess að litlu mátti muna að stórslys yrði á gatna­mót­um Hamra­hlíðar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar í fyrradag þegar ökumaður á vespu var á mikl­um hraða á gang­stéttinni og þurfti hjól­reiðamaður­ að hafa sig all­an við til þess að forðast harðann árekst­ur.

Frétt mbl.is 

Þættir