Alelda bíll á Reykjanesbraut

INNLENT  | 5. júní | 15:10 
Bíll varð alelda á Reykjanesbraut, skammt frá Vogum, nú fyrir skömmu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er mikill eldur í bílnum. Slökkviliðið hefur verið kallað út vegna brunans.

Bíll varð alelda á Reykjanesbraut, skammt frá Vogum, nú fyrir skömmu.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði er mikill eldur í bílnum. Slökkviliðið hefur verið kallað út vegna brunans.

Samkvæmt upplýsingum brunavarna Suðurnesja er bíllinn við Hvassahraun nærri Vogum og er slökkvilið nú á staðnum að slökkva eldinn. Ekki var óskað eftir frekari aðstoð, svo sem frá sjúkraflutningsmönnum og er ekki talið að neinn hafi slasast. Vegagerðin hefur lokað veginum vegna brunans.

Uppfærsla klukkan 17:30:

Varðstjóri brunavarna Suðurnesja segir í samtali við mbl.is að slökkt hafi verið í bílnum og hann fjarlægður. Ekkert manntjón varð vegna eldsins. Ekki er vitað um orsök eldsupptakanna.

 

Þættir