Liðsmenn Tólfunnar streyma á völlinn

ÍÞRÓTTIR  | 8. júní | 12:37 
Liðsmenn Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska landsliðsins í fótbolta streyma nú á Laugardalsvöll þar sem viðureign Íslands og Albaníu í þriðju umferð undankeppni EM karla í fótbolta hefst klukkan 13.

Liðsmenn Tólfunnar, stuðningsmannafélags íslenska landsliðsins í fótbolta streyma nú á Laugardalsvöll þar sem viðureign Íslands og Albaníu í þriðju umferð undankeppni EM karla í fótbolta hefst klukkan 13. 

Gekk hópurinn fylktu liði um Laugardalinn í átt að vellinum þegar blaðamaður varð á vegi þeirra. Gott veður er á höfuðborgarsvæðinu og er það hið ákjósanlegasta bæði fyrir landsliðin en ekki síður áhorfendur.

Fyrr í dag voru enn til um þúsund miðar á leikinn.

mbl.is

Bæði lið eru með þrjú stig eft­ir tvo leiki í H-riðli. Ísland vann Andorra á úti­velli, 2:0, en tapaði svo fyr­ir Frökk­um í Frakklandi, 0:4. Alban­ía tapaði á móti Tyrklandi á heima­velli, 0:2, í fyrsta leik en vann svo 3:0-sig­ur á Andorra á úti­velli í öðrum leik sín­um.

Hægt er að fylgjast með beinni lýsingu frá leiknum hér.

Þættir